Alhliða styrkur, mýkt og úthald. Hópþjálfun í æfingastöð GoMove á Kársnesinu.
Gæði, gleði og hugsun einkenna þessa fjölbreyttu hópþjálfun fyrir konur á öllum aldri í æfingastöð GoMove á Hafnarbraut 9 á Kársnesi.
Í þessari þjálfun færðu svo miklu meira en bara skilvirkar æfingar sem auka styrk, hreyfigetu og úthald. Þú upplifir meira sjálfstraust, færð persónulega nálgun og hvetjandi leiðsögn.
Ertu að koma þér aftur í gang eftir æfingahlé eða ertu í þínu allra besta líkamlega standi? Í GoMove Konur er þér mætt þar sem þú ert. Við æfum eftir dagsforminu og tökum tillit til þinna þarfa. Það gæti þýtt mildari útfærslur af æfingunum fyrir einhverjar en kraftmeiri eða flóknari útfærslur fyrir aðrar.
Æfingarnar eru samblanda af hefðbundnum og óhefðbundnum æfingum til að tryggja alhliða styrk, aukna hreyfigetu, bætt úthald og fjölbreytileika.
„Mjög góð leiðsögn og augljóst að þjálfarinn hefur mjög mikinn metnað og reynslu og áhuga á því að þjálfa.“
„Gæðin eru alltaf í fyrirrúmi og ég get treyst Indíönu 100% fyrir að kenna æfinguna rétt, það er mikil hugsun á bakvið samsetningu æfinganna, fjölbreytnin er mikil og æfingarnar skemmtilegar.“
„Annað sem mér finnst mikill kostur er líka áherslan á líkamsstöðu, öndunina og að vanda sig frekar en að keyra ótrúlega hratt, það er virkilega gott!“
„Alveg það sem ég var að leita að, samblanda af styrk, mobility og þoli og svo vel samsettar að það er greinilega mikill metnaður.“
Æfing 1: Mánudaga eða þriðjudaga
Mánudagar: 07:30 (45) / 08:30 (45) / 11:50 (40)
Þriðjudagar: 16:30 (45)
Æfing 2: Miðvikudaga eða fimmtudaga
Miðvikudagar: 07:30 (45) / 08:30 (45) / 11:50 (40)
Fimmtudagar: 16:30 (45)
Sunnudagar: Plönuð æfing dagsins eða þín æfing í Open Gym kl. 10:00 – 13:00 fyrir þær sem eru í áskrift.
Ketilbjöllur, handlóð, eigin líkamsþyngd, boltar, sippubönd, upphífingastöng, teygjur, hjól og róðravélar verða notaðar á æfingunum í stöðinni.
Að auki færðu tvær 25-30 mín online æfingar til að taka inn á milli þegar þér hentar best eða í stöðinni í ”Open Gym” á sunnudögum. Smelltu hér til að sjá online æfingu.
Binditími 2 mánuðir og hægt að segja upp hvenær sem er eftir það.
Við viljum að þú sért algjörlega viss með þjálfunina svo ef þú finnur að þetta er ekki að smella eftir fyrstu vikuna stendur þér til boða að segja upp og fá endurgreitt.
Allur réttur áskilinn © 2023 · Alpha | Online Business Akademían