Mömmuþjálfun GoMove á Kársnesi

✅ FULLT í mömmuþjálfun í október. Hægt að skrá sig á biðlista fyrir nóvember tímabil sem hefst 4. og 5. nóvember. Við sendum út póst um miðjan október með lausum plássum.

Fjórir hópar eru í boði:
09:30 mán + mið (FULLT í október)
10:30 mán + mið (FULLT í október)
11:30 mán + mið (FULLT í október)
13:10 þrið + fimmt (FULLT í október)

Viðhaltu styrk eða byggðu þig skynsamlega upp eftir meðgöngu ..

Þjálfun í æfingastöð GoMove á Kársnesi fyrir konur á meðgöngu eða eftir fæðingu. Börnin eru hjartanlega velkomin með á æfingu og umhverfið mjög notalegt fyrir bæði móður og barn. Konur sem eiga eldri börn eru líka velkomnar enda um góða styrktarþjálfun að ræða. 

Ef þú ert ófrísk, vilt koma í skynsamlega og hvetjandi þjálfun en tímasetningarnar á mömmutímunum henta illa hvetjum við þig til að skoða Hópþjálfunina okkar.

Nálgun á æfingum ..

Indíana er yfirþjálfari en hún hefur mikla reynslu og þekkingu af því að æfa á meðgöngu og byggja sig skynsamlega upp eftir að hafa átt syni sína tvo. Hún þjálfaði fyrsta mömmuhópinn sinn í febrúar 2019.

,,Við leggjum áherslu á að viðhalda eða byggja upp alhliða grunnstyrk, auka hreyfigetu og þol. Við vinnum með öndun, góða virkni og að finna út hvaða líkamsbeiting hentar þínum líkama best. Saman finnum við hvaða ákefð hentar þér svo að þú getir æft í takt við dagsformið hverju sinni.

Engin meðganga eða fæðing eða er eins og það er mikilvægt að aðlaga æfingarnar. Sumar eru til í meiri ákefð á meðan aðrar vilja rólegri og mýkri nálgun, enda er dagsformið svo upp og niður á þessum tíma. 

Fyrst og fremst vil ég að þér og barninu þínu líði vel í hlýlegu og hvetjandi umhverfi.”

Umsagnir frá mömmunum ..

,,ELSKA æfingarnar og nálgunina í æfingum. Virkilega góðar alhliða styrktaræfingar og fíla hvernig áherslan er frekar á gæði en hraða.”

,,Persónuleg nálgun og notalegt andrúmsloft, fannst sérstaklega þægilegt að mæta með strákinn og aldrei neitt stress í kringum það sem var rosalega dýrmætt.

,,Stöðin er ótrúlega falleg, stílhrein og þægilega sett upp. Það eru engar truflanir eða óþarfa áreiti, nóg gólfpláss og margir speglar. Ofsalega heimilisleg og manni líður vel.”

,,Mér fannst ég upplifa ótrúlega mikið öryggi, bæði fyrir mig og barnið mitt. Bæði öryggi til að æfa og að hafa barn á gólfinu en það er ekki mikill asi í tímunum. Dóttur minni leið ekki síður vel en mér með nóg dót og pláss til að leika sér.”

,,Ég mæli heilshugar með GoMove Mömmur. Námskeiðið var fullkomið til að koma sér af stað eftir fæðingu en ég gat ekki hreyft mig mikið á meðgöngunni. ”

,,Mér finnst ég fá persónulegra og vinalegra viðmót þarna miðað við á öðrum stöðum.”

,,Gæti ekki mælt meira með mömmutímunum. Hlakkaði til að mæta á hverja einustu æfingu! Þær eru bæði skemmtilegar og krefjandi og auðvelt að skala þær í takt við dagsformið. Ég fann strax mikinn mun á styrk og úthaldi eftir fyrstu vikurnar.”

,,Ég elskaði að mæta í GoMove mömmutímana og vildi helst ekki missa af einum einasta!”

 

Svona eru tímasetningarnar og þetta er innifalið …

Hóparnir eru fjórir talsins:
– 09:30 á mánudögum + miðvikudögum
– 10:30 mánudögum + miðvikudögum
– 11:30 mánudögum + miðvikudögum
– 13:10 á þriðjudögum og fimmtudögum

+ Tabata tímar á laugardögum eru í boði og geta mömmurnar skráð sig í tímana sólarhring áður en þeir hefjast í Abler. Við hvetjum mömmurnar til að ráðfæra sig við þjálfara áður en mætt er í fyrsta Tabata tímann því þeir eru ákafari en mömmutímarnir og því ráðlagt að bíða með þá fyrstu vikurnar á meðan grunnstyrkur og sjálfstraust er byggt upp í þjálfuninni.

+ Open Gym aðgangur alla daga fylgir áskrift: Þú hefur aðgang að stöðinni til að æfa. Í boði að taka börnin með sér í Open Gym á virkum dögum.

+ Aðgangur að Online æfingabanka GoMove fylgir líka með áskrift svo þú getur æft heima eða tekið Online æfingar í Open Gym ef þú missir úr tíma eða vilt æfa oftar.

+ Aukaæfing send út á fimmtudögum til að taka í Open Gym, vinsælt hjá mömmunum að mæta á föstudögum fyrir hádegi og taka hana.

Við skráningu velur þú þér þinn hóp og þá tímasetningu sem hentar þér best, en ef þú kemst ekki á þeim tíma einhverja daga er í boði að mæta á öðrum tímum í samráði við þjálfara.

Skráðu þig í áskrift í Mömmuþjálfun GoMove

Til að skrá þig á næsta tímabil skráir þú þig í áskrift í þann hóp sem hentar þér best. Þá hefur þú tryggt þér pláss. Ef þú vilt ekki halda áfram yfir á næsta tímabil þá segir þú áskriftinni upp amk. 10 dögum áður.

Ef það er fullt hvetjum við þig til að skrá þig á biðlista í gegnum sama hlekk hér að neðan, við sendum út tölvupóst ef losnar!

Áskriftargjald fyrir tímabil (4 vikur): 21.990

Hópur 1 kl. 09:30 mánudaga + miðvikudaga (FULLT í okt)
Hópur 2 kl. 10:30 mánudaga + miðvikudaga (FULLT í okt)
Hópur 3 kl. 11:30 mánudaga + miðvikudaga (FULLT í okt)
Hópur 4 kl. 13:10 þriðjudaga + fimmtudaga (FULLT í okt)

Fyrirspurnir varðandi þetta námskeið er hægt að senda á gomove@gomove.is

Fyrirtækið