NÝTT 12 vikna tímabil hefst miðvikudaginn 6. september. Byrjum haustið saman og njótum þess að styrkja okkur saman!
+ möguleiki á að bæta Open Gym í æfingastöð GoMove við áskriftina
Skráningarfrestur er til miðnættis 25. ágúst!
Haustið er geggjaður tími en líka krefjandi. Allt fer af stað aftur í vinnu eða námi, allir í rútínu. Verkefnalistinn er ekki að fara að styttast .. En við tæklum þetta allt saman mun betur ef við erum með skýrari haus og sterkari kropp!
Yfir þetta 12 vikna tímabil höldum við áfram að fókusa á að mæta á dýnuna. Við gerum ekki kröfu til okkar um að vera með 100% orku í hvert skipti til að æfa. Það er í lagi og það er eðilegt að nenna ekki alltaf á æfingu, en við finnum orkuna og sigurtilfinninguna þegar við klárum!
Við setjum okkur markmið um að æfa saman tvisvar-þrisvar sinnum í viku í 20-30 mínútur í senn. Við gerum þetta saman og sveigjanleikinn er mikill! Ég vil ekkert meira en að þú náir að halda þér í æfingarútínu samhliða brjálaðri dagskrá.
Miðvikudaginn 6. september færð þú aðgang að fyrstu æfingaáætluninni okkar á lokaða svæðinu. Síðan færðu alltaf nýja áætlun á sunnudögum eftir það, 12 æfingavikur í heildina.
Við æfum því saman út nóvember en svo heldur þú aðgangnum að öllum æfingunum alveg til áramóta!
Þér bíðst að bæta við áskrift að Open Gym tímunum í æfingastöð GoMove á Hafnarbraut 9A, Kársnesi. Þá hefur þú aðgang að öllum Open Gym tímunum sem þú sérð í tímatöflunni okkar (sjá rétt fyrir neðan). Þá færð þú kóða að lyklaboxi og getur mætt að æfa sjálf.
Sniðugt er að vera með heyrnatól og síma og þú getur tekið Online æfingarnar í stöðinni með góðan aðgang að búnaði eins og bjöllum og handlóðum. Svo getur þú bætt inn bretti, róðravél, hjóli og öðru. Frábært til að breyta um umhverfi þegar þig langar til að fara út úr húsi að æfa en langar ekki að mæta í stóra líkamsræktarstöð. Við erum fjölskyldurekin æfingastöð með hlýlegt umhverfi. Þér er velkomið að koma í heimsókn til okkar fyrst til að skoða ef þú vilt – sendu mér bara línu á indiana@gomove.is
Mánaðarleg áskrift á framhalds-verði: 15.900 á mánuði í þrjá mánuði (uppsegjanlegt)
Með Open Gym aðgangi: 22.900 á mánuði í þrjá mánuði (uppsegjanlegt)
BÓNUS: Þessari þjálfun fylgir áfram aðgangur að Facebook hópnum ”Alvöru matur og gæðasvefn: Raunhæf og ánægjuleg nálgun” þar sem þú finnur ótal uppskriftir og hugmyndir að einföldum og nærandi máltíðum fyrir þig og fjölskylduna.
Allur réttur áskilinn © 2025 · Alpha | Online Business Akademían