Indíana Nanna Jóhannsdóttir
,,Markmið mitt sem þjálfari er alltaf að finna gleðina í hreyfingunni. Ég vil kenna eitthvað nýtt á hverri æfingu og legg mikla áherslu á gæði. Æfingarnar eru krefjandi, fjölbreyttar og það er ávallt hugsun á bakvið þær. Ég blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum æfingum til að tryggja fjölbreytileika og bæta alhliða styrk, úthald og hreyfigetu. Ég get hjálpað þér að komast í þitt besta líkamlega og andlega form.’’
Menntun og reynsla
- GoMove Online síðan í mars 2020
- Hópþjálfun og fjarþjálfun síðan í janúar 2017
- Mömmuþjálfun síðan í febrúar 2019
- Höfundur bókarinnar Fjarþjálfun
- Level 1 kennararéttindi í Animal Flow
- Handstöðunámskeið 2020
- Grunnámskeið í KickBox 2020
- ONNIT Academy: Foundations í New York 2019
- Grunnámskeið hjá Primal Iceland 2019
- Útskrifuð úr Markþjálfanámi 2018
- Einkaþjálfaraskóli World Class 2017
- BA. gráða í lögfræði frá Háskóla Íslands 2016
- Handbolti í 15 ár
Hafa samband
Ef þú ert með fyrirspurn getur þú sent tölvupóst á gomove@gomove.is
“ Ég hef öðlast meiri trú á sjálfa mig síðustu vikur sem hefur haft þau áhrif að ég hef meiri áhuga og ánægju af því að elda og velta fyrir mér hvað á að vera í matinn. ”
“ Hef fundið mun á mér á morgnana orkulega séð og er saddari töluvert lengur. Svo er ég líka miklu meira með hugann við næringarinnihald og minna búin að grípa í skyndiorku. ”
“ Svefnrútínan hefur líka breyst mikið, er farin að pæla meira í svefngæðunum og kvöldrútínan fyrir svefn búin að breytast mjög. ”
“ .. er mun jákvæðari og skýrari í hausnum finnst mér - tek betri ákvarðanir og hlusta mikið meira á mig og líkamann minn. ”
“ .. í fyrsta sinn í langan tíma verið með heilbrigða hugsun gagnvart mat og verið á sama tíma að hugsa um að næra mig vel og hlusta á líkamann, engar öfgar. ”
“ .. Námskeiðið hefur hingað til farið fram úr öllum mínum væntingum og mér finnst ég vera að læra ótrúlega margt. ”
“ .. áhuginn á því að elda og pæla í næringu hefur klárlega kviknað hjá mér aftur! ”
“ Mataræðið mitt er búið að taka algjöra U-Beygju. ”
“ .. breytt viðhorfi hjá öllum vinkonuhópnum hvað varðar hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.”
“Hef prófað ýmislegt og finn að þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef prófað.”
“.. virkilega búið að breyta minni upplifun á líkamsrækt og kenna mér mikið”