fbpx
60 dagar: Alvöru matur & gæðasvefn
310
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-310,theme-bridge,bridge-core-2.8.3,woocommerce-no-js,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,columns-3,qode-theme-ver-26.7,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.6.0,vc_responsive,elementor-default,elementor-kit-174
 

60 dagar: Alvöru matur & gæðasvefn

60 daga netnámskeið fyrir heilsumiðaðar nútímakonur sem nenna ekki að flækja hlutina

 

Næsta námskeið hefst mánudaginn 18. október. Síðasta námskeiðið á árinu! TILBOÐ ef þú skráir þig fyrir 5. október.

 

Indíana deilir með þér sinni hugmyndafræði og öllum þeim þumalputtareglum sem hún hefur að leiðarljósi í sínu mataræði og þegar kemur að því að hámarka svefngæði. Uppskriftir, innblástur, fróðleikur og hvatning til að framkvæma.

 

Skoðum hvað við getum gert, sem er markvisst og ekki of flókið, til að næra og styrkja tvær mikilvægustu grunnstoðir heilsunnar: mataræði og svefn. Við förum yfir:

 

   1. Áður en þú hefst handa
   2. Hugarfar. Hver er þín ástæða?
   3. Hindranir, sjálfstraust og kunnátta
   4. Þetta getur þú gert til að auka svefngæði
   5. Mínar áherslur í mataræði
   6. Borðaðu alvöru mat!
   7. Eldaðu þig í gang
   8. Matseðlar og vikuseðlar
   9. Settu tóninn fyrir vikuna / Matarinnkaup
   10. Settu tóninn fyrir daginn / Morgunmatur
   11. Íslenskt og/eða lífrænt
   12. Innihaldslýsingar 101
   13. Orkuefni líkamans (prótein, kolvetni og fita) + Samsetning máltíða
   14. Næringarríkur matur / Næringarþéttni
   15. Hitaeiningar/Kaloríur: Skipta þær máli?
   16. Hvenær og hversu mikið ætti að borða?
   17. Föstur
   18. Svefn og mataræði. Tengslin á milli.
   19. Koffín
   20. Sykur og sætuefni
   21. Þarmaflóran, góðgerlar og trefjar
   22. Bætiefni
   23. Millimál, nasl og kvöldsnarl
   24. Nesti + Fljótleg hollusta á ferðinni
   25. Hádegismatur
   26. Kvöldmatur
   27. Hollari óhollusta
   28. Fyrirlestur
   29. Hvernig gerum við raunhæfar breytingar sem haldast?
   30. Samantekt / Að lokum

 

Þegar þú nærir þig betur og bætir svefninn mun þér ekki bara líða betur heldur munt þú ná lengra á öllum sviðum lífsins. Þú munt hafa meiri orku til að hreyfa þig, þú munt vilja taka heilsusamlegri ákvarðanir þegar kemur að mat, svefngæði þín munu aukast og þér mun almennt líða betur.

 

Við erum ekki að fara að vigta matinn okkar eða telja kaloríur. Við ætlum ekki að gera mataræðið eða svefninn okkar að leiðinlegu heimaverkefni. Setjum okkur heilbrigð mörk og leggjum áherslu á næringu og vellíðan. Einblínum á að vera södd, sæl, úthvíld og vel nærð. 

 

30 dagar af efni. 60 dagar af framkvæmd. Efnið er í formi texta, mynda, myndbanda og lítilla verkefna (markmiðasetning, matardagbók o.fl.) sem þú vinnur persónulega með Indíönu í gegnum tölvupóstsamskipti. Þú færð líka aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem bæði Indíana og þátttakendur deila allskonar aukaefni, uppskriftum og hvatningu. Þú færð aðgang að nýju efni alltaf á virkum dögum.

 

Fullt verð 39.990. TILBOÐSVERÐ 33.500 ef þú skráir þig 5. október.
ækj
Processed with VSCO with f2 preset
Untitled-5
IndianaJohanns_806A2731
817874AF-919D-406A-8BB5-314F7CC5EA57
SKRÁ MIG NÚNA!
SKRÁ MIG NÚNA!