Byrjaðu fyrstu mánuði ársins með Indíönu: Sveigjanleg styrktarþjálfun í mýkri kantinum hefst mánudaginn 9. janúar.
MJÚKUR STYRKUR MEÐ INDÍÖNU: VERTU STERK, sparaðu tíma & náðu þér í orku
Hættu að taka æfingar af handahófi eða eyða dýrmætum tíma og hugarorku í að ákveða hvað þú átt að gera þegar þú gefur þér loksins tíma til að taka æfingu.
Njóttu þess í staðinn að æfa markvisst með reyndum þjálfara sem leiðir þig í gegnum raunhæft og ánægjulegt æfingaplan í hverri viku.
Alhliða styrkur & mikill sveigjanleiki
Vandamál eins og tímaleysi eða orkuleysi eru tækluð með vandlega samsettum 20-30 mínútna alhliða styrktar- og cardio æfingum í mýkri kantinum, hvatningu og miklum sveigjanleika. Við brjótum þetta niður með því að horfa alltaf á eina viku í einu, þannig verður þetta raunhæft og líklegra að þú takir æfingarnar.
ÆFINGAPLANIÐ
Hvern sunnudag færð þú aðgang að nýrri vikuáætlun. Hún mun innihalda þrjár nýjar æfingar sem þú getur skipulagt inn í vikuna þína. Þú hefur því mikinn sveigjanleika til að æfa þegar þér hentar best!
• Æfing 1 – 30 mín: Full Body mjúkur styrkur & core
• Æfing 2 – 30 mín: Full Body mjúkur styrkur & core
• Æfing 3 – 20 mín: Tabata / HIIT
Indíana blandar saman óhefðbundnum og hefðbundnum æfingum fyrir alhliða styrk, fjölbreytni og til að auka hreyfigetu (mobility) og liðleika (flexibility). Eigin líkamsþyngd + tvær ketilbjöllur eða handlóð í sitthvori þyngd duga vel í þessari þjálfun.
Tími þinn er það dýrmætasta sem þú átt og æfingaplanið er sett upp til samræmis við það.
SKIPTIR EKKI MÁLI HVAR ÞÚ ERT
Þjálfunin fer öll fram í gegnum netið svo þú getur átt heima í Reykjavík, á Höfn, Ísafirði, Köben eða í Tokyo. Indíana hefur þjálfað konur út um allt land og allan heim. Það er fegurðin við fyrirkomulagið!
Þú og indíana æfið saman
Indíana leiðbeinir þér vel í gegnum allar æfingarnar frá upphafi til enda. Eina sem þú þarft að gera er að klæða þig í æfingaföt, búa þér til gólfpláss heima eða í ræktinni, leggja niður æfingadýnu og ýta svo á PLAY og fylgja Indíönu eftir. Með þessu fyrirkomulagi fjarlægir þú strax mörg tímafrek flækjustig.
Fullt verð: 17.995 á mánuði í þrjá mánuði (3 x 4 vikur)
Forskráningarverð í boði til og með 3. janúar: 14.995 á mánuði í þrjá mánuði (3 x 4 vikur)
Við skráningu greiðir þú aðeins 4.500 kr. staðfestingargjald sem dregst frá fyrstu mánaðargreiðslunni í byrjun janúar.
BÓNUS / Mataræði með Indíönu: Þessari þjálfun fylgir aðgangur að Facebook hópnum ”Alvöru matur og gæðasvefn: Raunhæf og ánægjuleg nálgun” en þar deilir Indíana nánast daglega fróðleik og uppskriftum. Að auki færð þú 35% afslátt af fullu verði á netnámskeiðið Alvöru matur og gæðasvefn sem þú mátt nýta þér hvenær sem er árið 2023.
Ath. takmarkaður fjöldi kemst að í þessa þjálfun til að tryggja gott utanumhald.