Þjálfun hönnuð fyrir nútímakonuna
Tími er ekki lengur vandamál eða fyrirstaða með þessu fyrirkomulagi, þú getur æft heima þegar þér hentar best með reyndum þjálfara á netinu.
Fáðu aðgang að markvissum æfingum, náðu árangri fyrr og fáðu faglega leiðsögn frá þjálfara sem hefur gaman að því að þjálfa.
Æfingarnar
Indíana leggur mikið upp úr því að leiðbeina og kenna æfingarnar vel. Hún sýnir þér ólíkar útfærslur svo að þú getir aðlagað allar hreyfingar að þér hverju sinni.
Hefðbundnum æfingum og óhefðbundnum æfingum er blandað saman til að bæta alhliða líkamlegan styrk, auka hreyfigetu (mobility) og tryggja fjölbreytileika.
Æfingarnar eru bæði settar upp sem bodyweight og með búnaði, svo þú þarft ekki að eiga neitt en það er kostur að eiga bjöllu eða handlóð og sippuband.
Prógrammið inniheldur 6 ólíka Æfingafasa og hver fasi inniheldur 12 æfingar = 72 ólíkar æfingar. Við skráningu færðu aðgang að fyrstu tveimur fösunum (24 æfingum) og svo opnast nýr fasi eftir hverjar 4 vikur í áskrift.
Netþjálfunin hentar þér ef þú vilt:
- Hvatningu og aðhald á hverri einustu æfingu.
- Markvissar æfingar sem taka ekki lengri tíma en 45 mínútur.
- Bæta tækni og líkamsbeitingu í æfingum til að fá meira út úr þeim.
- Faglega og fræðandi leiðsögn frá reyndum þjálfara.
- Æfa á þínum tíma þegar þér hentar best.
- Markvisst æfingaplan þar sem hugað er að jafnvægi og fjölbreytileika.
Mánaðarleg áskrift
Áskriftarverð: 9.990 mánuðurinn (greitt á 30 daga fresti).
Ef þú ert ekki viss með þjálfunina innan 7 daga frá fyrstu skráningu getur þú hætt við og fengið endurgreitt með því að senda tölvupóst á gomove@gomove.is og óska eftir endurgreiðslu.
Auðvelt að segja upp áskrift hvenær sem er á ”Mitt Svæði” eða með því að senda tölvupóst. Ath. endurgreiðsluréttur á aðeins við innan 7 daga frá fyrstu skráningu.
Skrá mig í áskrift
“ Ég hef öðlast meiri trú á sjálfa mig síðustu vikur sem hefur haft þau áhrif að ég hef meiri áhuga og ánægju af því að elda og velta fyrir mér hvað á að vera í matinn. ”
“ Hef fundið mun á mér á morgnana orkulega séð og er saddari töluvert lengur. Svo er ég líka miklu meira með hugann við næringarinnihald og minna búin að grípa í skyndiorku. ”
“ Svefnrútínan hefur líka breyst mikið, er farin að pæla meira í svefngæðunum og kvöldrútínan fyrir svefn búin að breytast mjög. ”
“ .. er mun jákvæðari og skýrari í hausnum finnst mér - tek betri ákvarðanir og hlusta mikið meira á mig og líkamann minn. ”
“ .. í fyrsta sinn í langan tíma verið með heilbrigða hugsun gagnvart mat og verið á sama tíma að hugsa um að næra mig vel og hlusta á líkamann, engar öfgar. ”
“ .. Námskeiðið hefur hingað til farið fram úr öllum mínum væntingum og mér finnst ég vera að læra ótrúlega margt. ”
“ .. áhuginn á því að elda og pæla í næringu hefur klárlega kviknað hjá mér aftur! ”
“ Mataræðið mitt er búið að taka algjöra U-Beygju. ”
“ .. breytt viðhorfi hjá öllum vinkonuhópnum hvað varðar hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.”
“Hef prófað ýmislegt og finn að þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef prófað.”
“.. virkilega búið að breyta minni upplifun á líkamsrækt og kenna mér mikið”