9.990 kr. / month
Mánaðarleg áskrift (30 dagar í senn) í On Demand Meðgöngunetþjálfun hjá GoMove Iceland. Þjálfunin fer fram á lokuðu meðlimasvæði sem þú færð aðgang að eftir að þú skráir þig í áskrift.
Allar æfingarnar eru þjálfaðar af Indíönu, stofnanda og yfirþjálfara GoMove Iceland. Þú færð nýja æfingu í hvert skipti þar sem þú og Indíana æfið saman og hún leiðbeinir þér í gegnum alla æfinguna: upphitun, æfingu og teygjur.
Námskeiðið inniheldur 44 ólíkar æfingar með Indíönu sem teknar eru yfir 10 vikna tímabil á hennar seinni meðgöngu (á viku 21 til 31). Þú færð líka aðgang að myndböndum og fróðleik þar sem Indíana fer yfir það hvernig gott er að nálgast hreyfingu og æfingar á meðgöngu. Hún fræðir þig meðal annars um öndun og virkni á grindarbotni og djúpvöðvum líkamans, líkamsstöðu og líkamsbeitingu á meðgöngu og breytingarnar sem eiga sér stað og hvernig við aðlögum æfingar samhliða.
SKILMÁLAR: https://gomove.is/skilmalar/