✅ NÝTT námskeið hefst mánudaginn 20. janúar
✨ 4 eða 8 vikna námskeið
⏰ Tímarnir
 eru á mánudögum og miðvikudögum. kl. 18:30-19:30
🏡 + Open Gym aðgangur alla daga vikunnar

60 mín blanda af styrktaræfingum úr jazzballett, barre, pilates og yoga í takt við tónlist.

Markmiðið á þessu námskeiði er að hafa gaman, styrkja allan líkamann og njóta sín í flæði við góða tónlist. 

Æfingarnar eru 60 mínútur og hver tími samanstendur af upphitunaræfingum úr jazzballet og síðan styrktaræfingum úr dansi, barre, pilates og jóga. Endað er á 15 mínútna teygjum og slökun. Ath. ekki er um danstíma að ræða heldur styrktarþjálfun með dansívafi.

Unnið er á dýnu með eigin líkamsþyngd og létt lóð. Æfingarnar eru bæði taktfastar og rólegar í senn. Áhersla er lögð á að vinna með vandaða líkamsstöðu, bæta samhæfingu, finna tengingu við og styrkja djúpvöðva og auka liðleika. 

Dansstyrkur gæti verið fullkomnið námskeið fyrir þig ef þú ert 20-45 ára (ath. aðeins viðmið ekki aldurskrafa) og hefur grunn úr dansi eða nýtur þín vel í æfingum sem eru framkvæmdar í takt við tónlist.

Yfirkennari og höfundur námskeiðsins er Magnea Ýr.

Vilt þú fá fíling fyrir tímunum í Dansstyrk? Smelltu hér til að sjá 30 mínútna æfingu frá Magneu, yfirkennara námskeiðsins.

Umsagnir frá iðkendum í Dansstyrk ...

„Alhliða skemmtilegheit þar sem maður finnur fyrir vöðum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Svo nice og heimilisleg stemning og Magnea snillingur í að láta alla líða velkomna og séða með allskonar útfærslum. Gæti ekki mælt meira með!

„Sem fyrrum dansari er þetta algjört throwback að fara aftur á æfingar sem krefjast þess að hugsa stanslaust um líkamsbeitingu og rútínuna sjálfa, algjör hugaleikfimi. Bæði einblínt á að styrkja stóru og litlu vöðvana en einnig auka liðleika – svo bara hafa gaman með skemmtilegri tónlist og fólki í þessu fallega rými á Kársnesinu!

„Þetta eru ótrúlega peppandi og skemmtilegar æfingar með krefjandi og góðu prógrammi. Gott andrúmsloft og hvetjandi að vera í hópi með góðan kennara.

„Það er ekkert sem kemur mér í jafn mikið stuð og þetta námskeið.

„Dansstyrkur hefur hjálpað mér að elska að hreyfa mig.

 

*Ath. ef þú ert nú þegar í annarri staðarþjálfun hjá GoMove færð þú 50% af námskeiðsgjaldi.
Til að nýta afsláttinn sendu póst á gomove@gomove.is

Fyrirtækið

Skráðu þig á póstlistann!