NÝTT 4 vikna námskeið hefst mánudaginn 5. júní. Tímarnir eru á mán. og mið. kl. 17:30-18:30.
Markmiðið á þessu námskeiði er að hafa gaman, finna styrkinn, gleyma sér í tónlistinni og fylla á endorfín skammt líkamans.
Æfingarnar eru 60 mínútur og hver tími samanstendur af 45 mínútna upphitunar- og styrktaræfingar sem fengnar eru úr jazzballett og svo er endað á 15 mínútna teygjum og slökun.
Unnið er á dýnu með eigin líkamsþyngd og létt lóð. Æfingarnar eru bæði taktfastar og rólegar í senn. Áhersla er lögð á að vinna með rétta líkamsstöðu, bæta samhæfingu, finna tengingu við djúpvöðvakerfi líkamans og auka liðleika.
Þessir tímar eru fullkomnir fyrir þig ef þú ert 20-40 ára og hefur grunn úr dansi eða ert fljót að ná nýjum hreyfingum.
4 vikna námskeið frá og með 5. júní.
Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-18:30
Á meðan á námskeiðinu stendur hefur þú aðgang að æfingastöð GoMove á laugardögum og sunnudögum frá kl. 09:00-15:00.
Verð: 18.900
*Ath. ef þú ert nú þegar í net- eða staðarþjálfun hjá GoMove færð þú 50% af námskeiðsgjaldi. Til að nýta afsláttinn sendu póst á gomove@gomove.is Fyrirspurnir fyrir þetta námskeið sendast á gomove@gomove.is / Hægt er að óska eftir kvittun með kennitölu.
Allur réttur áskilinn © 2023 · Alpha | Online Business Akademían