NÝTT námskeið hefst mánudaginn 9. október.
Tímarnir eru á mán. og mið. kl. 17:30-18:30.
Hægt að skrá sig í 4 vikur eða 8 vikur.
Markmiðið á þessu námskeiði er að hafa gaman, finna styrkinn, gleyma sér í tónlistinni og fylla á endorfín skammt líkamans.
Æfingarnar eru 60 mínútur og hver tími samanstendur af 45 mínútna upphitunar- og styrktaræfingar sem fengnar eru úr jazzballett og svo er endað á 15 mínútna teygjum og slökun.
Unnið er á dýnu með eigin líkamsþyngd og létt lóð. Æfingarnar eru bæði taktfastar og rólegar í senn. Áhersla er lögð á að vinna með rétta líkamsstöðu, bæta samhæfingu, finna tengingu við djúpvöðvakerfi líkamans og auka liðleika.
Þessir tímar eru fullkomnir fyrir þig ef þú ert 20-40 ára og hefur grunn úr dansi eða ert fljót að ná nýjum hreyfingum.
4 eða 8 vikna námskeið frá og með 9. október.
Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-18:30
Á meðan á námskeiðinu stendur hefur þú aðgang að öllum Open Gym tímum stöðvarinnar sem þú sért í tímatöflunni.
„Alhliða skemmtilegheit þar sem maður finnur fyrir vöðum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Svo nice og heimilisleg stemning og Magnea snillingur í að láta alla líða velkomna og séða með allskonar útfærslum. Gæti ekki mælt meira með!“
„Sem fyrrum dansari er þetta algjört throwback að fara aftur á æfingar sem krefjast þess að hugsa stanslaust um líkamsbeitingu og rútínuna sjálfa, algjör hugaleikfimi. Bæði einblínt á að styrkja stóru og litlu vöðvana en einnig auka liðleika – svo bara hafa gaman með skemmtilegri tónlist og fólki í þessu fallega rými á Kársnesinu!“
„Þetta eru ótrúlega peppandi og skemmtilegar æfingar með krefjandi og góðu prógrammi. Gott andrúmsloft og hvetjandi að vera í hópi með góðan kennara.“
„Það er ekkert sem kemur mér í jafn mikið stuð og þetta námskeið.“
„Dansstyrkur hefur hjálpað mér að elska að hreyfa mig.“
*Ath. ef þú ert nú þegar í annarri staðarþjálfun hjá GoMove færð þú 50% af námskeiðsgjaldi.
Til að nýta afsláttinn sendu póst á gomove@gomove.is
Allur réttur áskilinn © 2023 · Alpha | Online Business Akademían