Fjölbreytt styrktar- og úthaldsþjálfun fyrir konur á öllum aldri í æfingastöð GoMove á Kársnesinu.
Skráðu þig núna og æfðu með okkur í sumar!
Í boði: Áskrift eða skipta kort.
Fjölbreyttir 40-45 mínútna tímar þar sem hefðbundnum æfingum (hugsaðu deadlift, hnébeygja og planki) er blandað saman við óhefðbundnar æfingar (hugsaðu animal flow og ketilbjölluflæði) til að tryggja fjölbreytileika, auka alhliða styrk, bæta liðleika og úthald.
Í þessari þjálfun færð þú persónulega nálgun og hvetjandi leiðsögn frá þjálfurunum, Indíönu (yfirþjálfari) og Erlu Rut. Þær sýna þér hvernig þú getur fengið meira úr öllum æfingunum þínum og þar með öðlast aukið sjálfstraust þegar kemur að hreyfingu.
„Eftir að ég byrjaði hjá GoMove hef ég loksins náð að hreyfa mig reglulega og hlakkað til að mæta.“
„Það er einhver orka hjá GoMove sem gefur mér svo mikið. Hlýlegt andrúmsloft, persónuleg þjálfun og yndislegur hópur af konum á öllum aldri með það markmið að hreyfa sig til þess að líða vel og hvetja hvor aðra áfram.“
„Annað sem mér finnst mikill kostur er líka áherslan á líkamsstöðu, öndunina og að vanda sig frekar en að keyra ótrúlega hratt, það er virkilega gott!“
„Alveg það sem ég var að leita að, samblanda af styrk, mobility og þoli og svo vel samsettar að það er greinilega mikill metnaður.“
Ef þú ert skráð í áskrift eða átt skipta kort hefur þú aðgang að öllum GoMove Konur tímunum í tímatöflunum hér að ofan.
Þú þarft ekki að festa þig á ákveðna tímasetningu heldur getur þú mætt í þann tíma sem hentar þér best.
Open Gym (áskrift) = Þú hefur aðgang að stöðinni og getur mætt að æfa sjálf (ath. af og til eru auka pop-up tímar sem geta haft áhrif á þennan tíma).
+ Online æfingar (áskrift): Að auki færðu tvær 25-30 mín online æfingar til að taka inn á milli þegar þér hentar best eða í stöðinni í Open Gym. Smelltu hér til að sjá online æfingu.
Ef þú hefur áhuga á þjálfuninni hvetjum við þig til að fylla út þetta form svo við getum fengið að kynnast þér og til að sjá hvort þjálfunin passi í báðar áttir!
Indíana (yfirþjálfari) fer yfir formið og hefur samband við þig við allra fyrsta tækifæri. Þið getið þá saman ákveðið prufutíma.
Þér er auðvitað velkomið að skrá þig núna og byrja strax að mæta í stöðina en við viljum fá að kynnast þér í þessari þjálfun og því er sniðugt að fylla út formið fyrir fyrstu kynni.
1. Mánaðarleg áskrift: 19.990 á mánuði. Binditími aðeins 2 mánuðir. Open Gym + Online æfingar innifalið í áskrift.
2. 10 skipta tímakort sem gildir út 12. ágúst: 22.990.
Við viljum að þú sért algjörlega viss með þjálfunina svo ef þú finnur að þetta er ekki að smella eftir fyrstu vikuna stendur þér til boða að segja upp og fá endurgreitt.
Allur réttur áskilinn © 2023 · Alpha | Online Business Akademían