Fjölbreytt styrktar- og úthaldsþjálfun fyrir konur í æfingastöð GoMove á Kársnesinu.
FULLT er í alla hópa hjá okkur eins og er í hópþjálfun en við hvetjum þig til að skrá þig á biðlista. Gott að hafa í huga við skráningu á biðlista: Líklegustu tímarnir sem gætu gengið upp fyrr væri kl. 12:00 eða 7:35.
Fjölbreyttir 40-45 mínútna tímar þar sem hefðbundnum æfingum (til dæmis deadlift, hnébeygja og planki) er blandað saman við óhefðbundnar æfingar (til dæmis animal flow og ketilbjölluflæði) til að byggja upp alhliða styrk, bæta liðleika og auka úthald.
Í þessari þjálfun færð þú persónulega nálgun og hvetjandi leiðsögn frá þjálfurunum okkar. Þær sýna þér hvernig þú getur fengið meira úr öllum æfingunum þínum og þar með öðlast aukið sjálfstraust þegar kemur að hreyfingu.
Þjálfarar: Indíana (yfirþjálfari), Erla Rut, Ingibjörg, Kristín og Finnur Orri.
„Eftir að ég byrjaði hjá GoMove hef ég loksins náð að hreyfa mig reglulega og hlakkað til að mæta.“
„Það er einhver orka hjá GoMove sem gefur mér svo mikið. Hlýlegt andrúmsloft, persónuleg þjálfun og yndislegur hópur af konum á öllum aldri með það markmið að hreyfa sig til þess að líða vel og hvetja hvor aðra áfram.“
,,Það er fylgst vel með öllum. Hvort æfingarnar séu rétt gerðar og hjálpað með að breyta. Ekki algengt að fá svona góða leiðsögn í hóptímum.“
„Annað sem mér finnst mikill kostur er líka áherslan á líkamsstöðu, öndunina og að vanda sig frekar en að keyra ótrúlega hratt, það er virkilega gott!“
„Mér finnst maður vera fá mun persónulegri þjálfun en annarstaðar, þó þetta séu hóptímar þá er eins og maður sér í einkaþjálfun varðandi leiðsögn.“
„Ég hlakka alltaf til að mæta á æfingu hjá GoMove vegna þess að andrúmsloftið er persónulegt og æfingarnar fjölbreyttar. Í tímum fylgjast þjálfararnir vel með hverjum og einum en passa líka alltaf upp á að tíminn haldi áfram. Það er svo gott að hafa aðgengi að æfingum online til að taka í Open Gym.“
„Í fyrsta skipti í 20 ár er ég að mæta reglulega á æfingu!“
„Alveg það sem ég var að leita að, samblanda af styrk, mobility og þoli og svo vel samsettar að það er greinilega mikill metnaður.“
„Er búin að finna mína hillu æfingalega séð og hlakka alltaf til að koma að æfa.“
„Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig. Er svo þakklát að gera farið á æfingu á stað sem mér líður súper vel á.“
„Var áður að æfa á stærri íþróttastöðvum með meiri crossfit hreyfingum þar sem æfingarnar einblíndu meira á hraða og þyngdir. Fann að líkaminn var farin að láta mig vita að ég væri ekki að hreyfa mig 100% rétt þar sem ég var oft verkjuð í herðum eftir æfingar ásamt því að festast af og til í mjóbakinu og spjaldhryggnum. Eftir að ég byrjaði hjá GoMove hefur mér liðið mjög vel í líkamanum eftir hverja einustu æfingu, er ekki að ofkeyra mig og er orkumeiri eftir hverja æfingu ásamt því að finna fyrir auknum styrk.“
„GoMove er dásamleg æfingastöð þar sem metnaðurinn og gleðin skín í gegn. Þjálfunin gefur mér svo mikla orku og ró, líkamlega og andlega, og heldur mér í jafnvægi samhliða því að byggja upp góðan styrk fyrir daglegt líf. Raunhæf nálgun fyrir konur á öllum aldri að æfa saman og hvetja hvor aðra áfram.“
„Þið eruð öll æðisleg, eitt af því sem ég elska við stöðina er að manni líður svo vel að mæta inn og allir svo vinalegir. Maður fær svo mikla heimakæra tilfinningu á að mæta á svæði-
Þrjár æfingar með þjálfara eru í boði í hverri viku. Við skráningu í þjálfun velur þú þér þinn hóp. Við pössum upp á fjölda í hvern hóp og fylgjumst með mætingu. Með þessu viljum við tryggja þér gott pláss, persónulega nálgun og gæði í þjálfun. Á sama tíma getum við þá boðið upp á sveigjanleika, þannig ef þú kemst ekki einhvern daginn á æfingu með þínum hóp getur þú fengið að mæta á öðrum tímasetningum.
+ Open Gym alla daga. Þú hefur aðgang að öllum Open Gym tímunum sem þú sérð í tímatöflunni á meðan þú ert með virka áskrift. Hér getur þú mætt sjálf að æfa.
+ Online æfingar. Áskrift fylgir líka aðgangur að Online æfingabanka GoMove. Fullkomið ef þú missir úr tíma eða kemst ekki í stöðina til að æfa. Getur æft heima eða tekið Online æfingarnar í Open Gym.
+ Prógrömmuð aukaæfing er send út alla fimmtudaga til að bæta við sig í Open Gym.
Smáa en mikilvæga letrið: Binditími er 2 tímabil eða 8 vikur (2 greiðslur) en eftir það ‘’opnast’’ áskriftin og uppsagnarfrestur eftir það eru amk. 10 dagar. Við viljum að þú sért algjörlega viss með þjálfunina svo ef þú finnur að þetta er ekki að smella fyrstu vikuna stendur þér til boða að segja upp og fá endurgreitt.
Hvert áskriftartímabil er 4 vikur.