Áherslur: Mataræði – Svefn – Self-Care – Heilsusamlegar venjur
Byrjum nýja árið án öfga og leggjum áherslu á heilsusamlegar venjur. Við setjum fókus á þrennt:
1) Mataræði
2) Svefn
3) Self-Care
Leggjum línurnar fyrir árið og tökum raunhæf skref saman. Skoðum mataræðið, svefnvenjurnar og hvað við getum gert til að hlúa betur að okkur.
Þrjár fjölbreyttar 25 mínútna æfingar þrisvar sinnum í viku í þrjár vikur. Áhersla á alhliða styrk, mobility og létt cardio. Nýtum tímann vel og þú færð mjög skýra og hvetjandi leiðsögn á öllum æfingum.
Fyrirkomulagið er mjög einfalt og þægilegt: Þú klæðir þig í létt æfingaföt, finnur til tvær ketilbjöllur, býrð til smá gólfpláss heima fyrir (eða í þinni æfingastöð), ýtir á PLAY og það er eins og Indíana sé mætt til þín að þjálfa þig og æfa með þér samtímis.
Indíana leiðir þig (á myndbandsformi) í gegnum upphitun, æfingu og stuttar teygjur á hverri æfingu. Smá gólfpláss, æfingadýna, eigin líkamsþyngd og tvær ketilbjöllur (eða tvö handlóð) í sitthvori þyngd (fyrir efri + neðri líkama) henta fullkomlega.
,,.. mér finnst þú frábær kennari! Sú allra besta, mannlegasta og mest hvetjandi sem ég þekki. Það er alltaf gott að koma “til þín” á æfingu.’’
,,Fullkomin tímalengd á æfingu fyrir upptekna móður sem hefur átt erfitt með að gefa sjálfri sér tíma hingað til. Æfingarnar gefa manni góða orku og kveikja á lönguninni til að hreyfa sig meira.’’
,,Mjög jákvætt að fá nokkrar útfærslur af æfingum og auðvelt að “skala” upp eða niður eftir dagsformi.’’
,,Elska að geta tekið æfingu svona bara hvenær sem hentar í mínu dagsplani, sem getur verið allavegana.”
,,Mér finnst viðmótið svo gott, að það er ekki bara verið að keyra, keyra, keyra .. ”
,,Það er virkilega þægilegt að hafa myndböndin í Kajabi appinu og geggjað að geta alltaf hakað við að hafa klárað æfingu.”
,,Elska hvað maður er að fá mikið út úr þessum 20-30 mín æfingum. Orkan líka góð á eftir.”
Forskráningarverð 6.900. Fullt verð 9.900. Innifalið í skráningargjaldi er aðgangur að FB hóp og happdrætti.
Facebook hópur: Áskoruninni fylgir aðgangur að lokuðum FB hóp þar sem Indíana deilir með þér einföldum og næringaríkum uppskriftum + fróðleik og hvatningu á meðan á áskoruninni stendur.
Happdrætti: Við skráningu ferðu sjálfkrafa í pott fyrir happdrætti sem dregið verður úr í lok janúar. Verðlaun í pottinum:
1. 12 vikna þjálfun hjá GoMove Iceland árið 2025: Val um hópþjálfun eða mömmuþjálfun í stöðinni eða netþjálfun hjá Indíönu.
Skráningu lýkur sunnudaginn 3. desember kl. 23:59 ..
Ef þú lendir í vandræðum með skráningu eða greiðslu getur þú sent póst á gomove@gomove.is
Allur réttur áskilinn © 2024 · Alpha | Online Business Akademían