Mataræði og svefn með Indíönu í 60 daga:

Heilbrigð, ánægjuleg og raunhæf nálgun

Á þessu skemmtilega og fræðandi netnámskeiði deilir Indíana með þér sinni hugmyndafræði og öllum þeim þumalputtareglum sem hún hefur að leiðarljósi í sínu mataræði og mataræði fjölskyldunnar. Sömuleiðis deilir hún með þér öllum einföldu atriðunum sem hún nýtir sér daglega til að hámarka svefngæði.

Indíana sýnir þér hvernig þú getur markvisst styrkt tvær mikilvægustu grunnstoðir heilsunnar, mataræði og svefn, með því að einblína á gæði, ánægju og einfaldleika samtímis.

Námskeið hófst síðast 8. mars. Ef þú hefur áhuga á að fá tilkynningu þegar næsta námskeið fer af stað sendu okkur póst á gomove@gomove.is

Farið yfir á námskeiðinu...

Umsagnir

– sterkara hugarfar í tengslum við mataræði

– heilbrigð og raunhæf nálgun á mataræði

– fjölbreyttari og næringaríkari fæða

– ótal nýjar hugmyndir að fljótlegum máltíðum

– áhugi kviknar á ný eða í fyrsta skipti í eldhúsinu

– meira öryggi við matarinnkaup

– aukin orka og meiri löngun til að hreyfa sig

– löngun til að taka heilsusamlegri ákvarðanir

– aukin svefngæði

– gott svigrúm til yfirferðar

– fræðandi og skemmtilegt efni

– fjölskyldan borðar næringaríkari máltíðir

– rólegar og einfaldar breytingar sem bæta lífsgæði

Svona virkar þetta

Við skráningu færð þú strax aðgang að lokaða Facebook námskeiðsins þar sem Indíana og aðrir uppskriftapennar hafa deilt allskonar nytsamlegu aukaefni, uppskriftum og hvatningu síðan í júlí 2021. Hópurinn er eins konar ”back stage” passi inn í eldhúsið hennar Indíönu.

Indíana vill að þú hafir gott svigrúm til að fara yfir netnámskeiðið sjálft og því hefur þú 60 daga til að fara yfir 30 létta og skemmtilega kafla í formi texta, mynda, myndbanda og lítilla verkefna (markmiðasetning, matardagbók o.fl.) sem þú vinnur persónulega með henni í gegnum tölvupóstsamskipti.

Þú færð efnið í litlum pörtum til að þú getir gefið þér svigrúm til að melta upplýsingarnar og svo að þú farir ekki hratt yfir allt í byrjun og dettir svo út

Forskráningarverð: 29.990 kr.

Verð áður 39.990 kr.

Fyrirtækið

Skráðu þig á póstlistann!