Mömmu- og meðgönguþjálfun

GoMove á Kársnesi

SKRÁNING OPIN: Næsta námskeið hefst 4. apríl

Þjálfun fyrir konur á meðgöngu eða eftir fæðingu. Börnin eru hjartanlega velkomin með á æfingu. Konur sem eiga eldri börn eru líka velkomnar enda um góða styrktarþjálfun að ræða. Áhersla á alhliða styrk, mobility og úthald til að annað hvort viðhalda líkamanum á meðgöngu eða byggja hann skynsamlega upp eftir meðgöngu og fæðingu.

Æfðu í hlýlegu og hvetjandi umhverfi undir leiðsögn þjálfara sem hefur reynslu af því að byggja sig skynsamlega upp eftir tvær meðgöngur. Indíana mætir þér þar sem þú ert og hvetur þig til að æfa í takt við dagsformið þannig að þér líði vel.

,,Eftir að ég eignaðist Hólmar Orra, eldri strákinn minn, breyttist hugarfarið mitt gagnvart hreyfingu. Ég lærði að virða og meta líkamann minn á nýjan hátt. Það kveikti líka á áhuga mínum á að leiðbeina og aðstoða aðrar konur við að byggja sig upp og upplifa líkama sinn á þennan hátt. Við erum nefnilega ofurhetjur og hver einasta kona sem hefur komið til mín í mömmuþjálfun hefur sannað það.”

Nálgun á æfingum

Indíana mætir þér þar sem þú ert hverju sinni. Hún vill ekkert meira en að þú upplifir þig örugga á æfingum og í sameiningu finnið þið út hvað hentar þér best. 

,,Engin meðganga, fæðing eða upplifun er eins og það er mikilvægt að aðlaga æfingarnar að hverri og einni. Sumar eru til í meiri ákefð á meðan aðrar vilja rólegri og mýkri nálgun, enda er dagsformið okkar svo upp og niður á þessum tíma.”

Umsagnir

,,Persónulegri þjálfun, hún leiðréttir ef æfing er gerð vitlaust og hrósar fyrir það sem er gert rétt. Hefur mikinn áhuga á því sem hún gerir og það sést í þjálfun hennar.”

,,Hún veit hvað hún er að gera, fróð um æfingar og líkamann. Fjölbreytni og skemmtun, auðvelt að tala við hana og manni líður vel í kringum hana.”

,,Indíana leggur áherslu á gæði fram yfir hraða sem mér finnst oft henta mér betur.”

,,Indíana tekur hverjum og einum eins og hann er, og byggir upp sjálfstraust, hún sýnir hverjum og einum áhuga. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar svo er líka mega goodie tónlist.”

Æfingarnar: Tveir hópar

Hópur 1 / Þrið + fimmt kl. 09:30

Hópur 2 / Þrið + fimmt kl. 10:30

+ Valfrjáls online æfing: Þú færð eina 30 mín online æfingu í hverri viku til að taka þegar þér hentar best. Hægt að vera alveg bodyweight eða með 1-2 bjöllur eða handlóð í sitthvorri þyngd.

+ Sunnudagar: Í boði að mæta á milli 10:00-13:00 í ”Open gym” og taka æfingu dagsins eða aðra æfingu. Því miður geta krílin ekki fylgt með á sunnudögum vegna öryggis, en fullkomið að nýta tækifærið að skella sér á æfingu ein ef þú hefur tækifæri til.

4 eða 8 vikur

Hópur 1 – 9:30

Hópur 2 – 10:30

*Ath. fimmtudagsæfingarnar sem ættu að vera 6. apríl (Skírdagur) verða föstud. 14. apríl í staðinn. Æfingarnar sem ættu að vera 20. apríl (Sumardagurinn fyrsti) verða föstudaginn 28. apríl.

Fyrirtækið

Skráðu þig á póstlistann!