Gæði, gleði og hugsun eru í algjörum forgrunni í þessari 8 vikna styrktar- og hlaupaþjálfun.
Hér hafa tveir þjálfarar, sem báðir eru framarlega á sínu sviði, sett saman raunhæft, markvisst og lifandi æfingaplan. Þessi þjálfun er fyrir alla sem vilja bæta alhliða styrk og læra að njóta sín í hlaupunum.
Ekki bara lyfta. Ekki bara hlaupa. Gerðu bæði undir hvetjandi leiðsögn og vertu öflugasta útgafan af þér!
– 2 styrktaræfingar á viku / 30-40 mín með upphitun, styrk og stuttum teygjum/slökun
– 2 hlaupaæfingar á viku / 30-40 mín flestar
– 1 valfrjáls mobility æfing á viku / 20-30 mín
Þú færð æfingaáætlun afhenta með nýjum æfingum hvern sunnudag í 8 vikur. Svo stillir þú upp æfingavikunni þinni eins og hentar þér og þinni dagskrá best = mikill sveigjanleiki.
Þú hefur aðgang að þjálfuninni í 3 vikur eftir að 8 vikunum lýkur = gott svigrúm.
– Raunhæf og viðráðanleg æfingaáætlun
– Þægilegt að geta stillt sjálf upp vikunni
– Hvetjandi viðmót þjálfara
– Spennandi og fjölbreyttar æfingar
– Ná að lyfta og hlaupa án verkja
– Meira öryggi með ketilbjöllur
– Breytt hugarfar í hlaupunum
– Loksins er hreyfing orðin að ánægjulegum vana
Indíana er hugulsamur og hvetjandi þjálfari. Hún leggur áherslu á vandaða líkamsbeitingu og leiðir þig vel í gegnum allar styrktaræfingarnar með einföldum og skýrum leiðbeiningum.
Þú og Indíana æfið saman tvisvar sinnum í viku í 30-40 mínútur í senn: upphitun, æfing og teygjur. Æfingarnar eru á myndbandsformi, Indíana er því bæði að æfa með þér og þjálfa þig á sama tíma. Smelltu hér til að sjá æfingu úr eldra prógrammi til að fá fílinginn fyrir fyrirkomulaginu.
Gott er að eiga amk. eina ketilbjöllu fyrir efri líkama + eina ketilbjöllu fyrir neðri líkama + góða æfingadýnu ef þú æfir heima. Þú getur auðveldlega tekið æfingarnar í líkamsræktarstöð.
Indíana blandar saman hefðbundnum og óhefðbundnum styrktaræfingum með ketilbjöllum og eigin líkamsþyngd til að bæta alhliða líkamlegan styrk, auka hreyfigetu (mobility) og tryggja fjölbreytileika.
Markmiðið á hlaupaæfingunum í þessari 8 vikna þjálfun er að bæta úthald og að líða vel. Þú getur bæði hlaupið úti eða inni á bretti. Þér á í raun að líða betur eftir æfingarnar en áður, ekki að keyra þig út í hvert skipti sem þú hleypur.
Arnar Pétursson er þaulreyndur hlaupari og hlaupaþjálfari sem vill sýna þér að þú getur meira en þú heldur í hlaupunum! Þú færð sérstaka yfirferð/útskýringu á myndbandsformi fyrir hverja hlaupaæfingu frá Arnari.
Þrjár leiðir eru í boði í hlaupunum í þessu prógrammi og þú velur þá leið sem hentar þér best:
Leið 1: Ef þú ert að ”stíga þín fyrstu skref” í hlaupunum og vilt byrja rólega. Markmið að geta hlaupið 2,5 – 7,5 km.
– Leið 2: Ef þú hefur klárað leið 1 eða 2 eða hefur reynslu af hlaupum. Markmið að geta hlaupið í 7,5-15 km hlaupum.
– Leið 3: Ef þú hefur klárað Leið 2 eða 3 og stefnir á 10-21 km hlaup.
Verð: 2 x 17.995, fyrri greiðsla við skráningu og seinni mánuði síðar.
Allur réttur áskilinn © 2025 · Alpha | Online Business Akademían