fbpx

STYRKUR & HLAUP

MEÐ INDÍÖNU OG ARNARI PÉTURS

Alhliða styrkur og úthald

Gæði, gleði og hugsun eru í algjörum forgrunni í þessari styrktar- og hlaupaþjálfun sem hefst aftur mánudaginn 9. janúar með nýju 8 vikna prógrammi.

Hér hafa tveir þjálfarar, sem báðir eru framarlega á sínu sviði, sett saman raunhæft, markvisst og lifandi æfingaplan. Þessi þjálfun er fyrir alla sem vilja bæta alhliða styrk og auka úthald en á sama tíma njóta þess að hreyfa sig.

Ekki bara lyfta. Ekki bara hlaupa. Gerðu bæði undir leiðsögn tveggja toppþjálfara og vertu öflugasta útgafan af þér!

Umsagnir

– Raunhæf og viðráðanleg æfingaáætlun
– Þægilegt að geta stillt sjálf upp vikunni
– Hvetjandi viðmót þjálfara
– Spennandi og fjölbreyttar æfinga
– Ná að lyfta og hlaupa án verkja
– Meira öryggi með ketilbjöllur
– Breytt hugarfar í hlaupunum
– Loksins er hreyfing orðin að ánægjulegum vana


Þú æfir þegar þér hentar best og Indíana og Arnar verða þér innan handar á meðan. Persónuleg nálgun en hópfílíngur á sama tíma er það sem þú munt fá.

Æfingaplanið

Þú færð æfingaáætlun afhenta með nýjum æfingum hvern sunnudag í 8 vikur. Svo stillir þú upp æfingavikunni þinni eins og hentar þér og þinni dagskrá best = mikill sveigjanleiki.

– 2 styrktaræfingar á viku / 40-45 mín með öllu
– 2 hlaupaæfingar á viku / 30-40 mín flestar
– 1 stutt mobility æfing á viku (valfrjálst) / 20-30 mín

Styrktaræfingarnar

Hefðbundnar og óhefðbundnar æfingar með ketilbjöllum og eigin líkamsþyngd til að bæta alhliða líkamlegan styrk, auka hreyfigetu (mobility) og tryggja fjölbreytileika.

Indíana er hugulsamur og hvetjandi þjálfari sem vill að þú lærir eitthvað á hverri einustu æfingu. Hún leggur áherslu á vandaða líkamsbeitingu og leiðir þig vel í gegnum allar styrktaræfingarnar með einföldum og skýrum leiðbeiningum.

Þú og Indíana æfið saman tvisvar sinnum í viku í 40-45 mínútur í senn: upphitun, æfing og teygjur. Æfingarnar eru á myndbandsformi, Indíana er því bæði að æfa með þér og þjálfa þig á sama tíma. Smelltu hér til að sjá síðustu æfinguna úr fyrra prógrammi.

Gott er að eiga amk. eina ketilbjöllu fyrir efri líkama + eina ketilbjöllu fyrir neðri líkama + góða æfingadýnu ef þú æfir heima. Þú getur auðveldlega tekið æfingarnar í líkamsræktarstöð. Indíana fer betur yfir búnaðinn með hópnum áður en þjálfunin hefst.

Hlaupaæfingarnar

Markmiðið á hlaupaæfingunum í þessari 8 vikna þjálfun er að bæta úthald og að líða vel. Þú getur bæði hlaupið úti eða inni á bretti. Þér á í raun að líða betur eftir æfingarnar en áður, ekki að keyra þig út í hvert skipti sem þú hleypur.

Arnar Pétursson er þaulreyndur hlaupari og hlaupaþjálfari sem vill sýna þér að þú getur meira en þú heldur í hlaupunum! Þú færð sérstaka yfirferð/útskýringu á myndbandsformi fyrir hverja hlaupaæfingu frá Arnari.

Þrjár leiðir eru í boði í hlaupunum í þessu prógrammi og þú velur þá leið sem hentar þér best:

– Leið 1: Ef þú ert að ”stíga þín fyrstu skref” í hlaupunum og vilja byrja rólega. Markmið 2,5 – 5 km.

– Leið 2: Ef þú hefur klárað Leið 1 eða hefur reynslu af hlaupum. Markmið 7,5-10 km.

– Leið 3: Ef þú hefur klárað Leið 2 eða stefnir á 10+ km.

Fjárfestu í þér!

Skráning er opin út 8. janúar en lokar fyrr ef selst upp fyrir þann tíma. Ath. uppselt var á síðustu tvö námskeið og pláss verður áfram takmarkað í þessa þjálfun til að tryggja gott utanumhald.

VERTU MEÐ OKKUR!

Verð: 17.995 kr. á mánuði í tvo mánuði

2023 © Allur réttur áskilinn. Vefur hannaður af Alpha (Online Business Akademían