Netþjálfunin Styrkur með Indíönu: Raunhæf og ánægjuleg nálgun. Byrjaðu 4. nóvember!

Styrktarþjálfun í 100% netfyrirkomulagi þar sem þú bætir styrk og hreyfigetu aðallega með ketilbjöllum og mobility æfingum með eigin líkamsþyngd.

Kjarninn í þjálfuninni: Ketilbjöllur (eða handlóð), eigin líkamsþyngd, smá gólfpláss + fagleg og hvetjandi leiðsögn frá reyndum þjálfara. Allt svo að þú getir styrkt þig og aukið sjálfstraust þitt í æfingum án þess að æfingarútínan þín sé of tímafrek.

30-35 mínútna æfingar 3 x í viku. 12 vikna æfingaplan með 16 vikna aðgangi. Þú æfir þegar þér hentar best og hefur gott svigrúm til að vinna þig í gegnum æfingaplanið.

SJÁÐU eina eldri æfingu til að fá fílinginn fyrir þjálfuninni og fyrirkomulaginu.

Skráðu þig núna og byrjaðu mánudaginn 4. nóvember.

Sterkara hugarfar og sterkari kroppur

Í þessari netþjálfun setur þú þér markmið um að æfa þrisvar sinnum í viku í 30-35 mínútur í senn með Indíönu. Þú fylgir markvissu og úthugsuðu æfingaplani sem er lifandi og hvetjandi – ekki bara texti á blaði eða stuttar klippur í appi.

Netþjálfunin Styrkur með Indíönu er fyrir þig ef þú vilt styrkja þig og finna hvernig aukinn styrkur og hreyfigeta eykur lífsgæði án þess að líða eins og þú sért að taka dýrmætan tíma frá öðrum mikilvægum hlutum í þínu lífi eins og fjölskyldu, vinnu eða námi.

Áhersla er lögð á að einfalda hlutina og við höldum æfingunum í 30 mín svo að þú getir haldið þér í ánægjulegri og raunhæfri æfingarútínu sem skilar árangri, þrátt fyrir að það sé mikið að gera hjá þér.

Umsagnir iðkenda …

,,Mér finnst líka ákvörðunin að taka æfingu er orðin léttari, af því maður hefur eiginlega alltaf tök á því að kúpla sig út í 30 mín að taka æfingu. Þannig það er mjög jákvætt og hvetjandi.’’ 

,,Þó svo að það sé brjálað að gera þá gleymi ég ekki hreyfingunni. Mér finnst þetta í raun styrkja mann andlega, smá sigur að geta haldið sér við efnið í hreyfingu ásamt öllu öðru.’’ 

,,.. mér finnst þú frábær kennari! Sú allra besta, mannlegasta og mest hvetjandi sem ég þekki. Það er alltaf gott að koma “til þín” á æfingu.’’  

,,Finn ég er orðin sterkari og líka komin með meira sjálfstraust að æfa, sem var alveg í núllinu.’’

,,Þessi þjálfun var frumraun mín í að taka æfingu með þjálfara í mynd, það hentar mér og er árangursríkara fyrir mig heldur en að gera æfingar eftir uppsettu prógrammi á blaði. Mjög jákvætt að fá nokkrar útfærslur af æfingum og auðvelt að “skala” upp eða niður eftir dagsformi.’’
 
,,Allt svo flott, útpælt, fagmannlegt en líka persónulegt.’’

,,Mér líður hrikalega vel á eftir. Það birtist í meiri þolinmæði gagnvart fjölskyldunni, mér sjálfri, og í samskiptum almennt.”

,,Fullkomin tímalengd á æfingu fyrir upptekna móður sem hefur átt erfitt með að gefa sjálfri sér tíma hingað til. Æfingarnar gefa manni góða orku og kveikja á lönguninni til að hreyfa sig meira.’’

,, .. er búin að finna mikinn mun á mér líkamlega þar sem bakið á mér er sérstaklega orðið mun betra.’’

,,Þetta er fyrsta prógrammið sem ég hef fylgt sem hefur aldrei alið á samviskubiti hjá mér. Mér finnst æfingarnar frábærar og vil halda áfram að gera nákvæmlega þessar æfingar því ég finn hvað mér líður betur og hvað ég verð betri.’’

 

,,Vá hvað ég elska þessar æfingar! Svo gott að æfa með þér og fylgja myndböndunum því mér finnst þau hjálpa svo verulega við að gera mig meðvitaðri á hvaða vöðva ég á að virkja í hverri æfingu og hvernig ég get skalað þær eða bætt við ef ég er í stuði.’’

,,Mér fannst mjög gott að fá viðurkenningu á því að það væri í lagi að sýna sér mildi því maður var jú ekki jafn vel upplagður í allar æfingar. Á þeim dögum tók ég líka sérstaklega til mín “vel gert að mæta”.’’

,,Í dag er ég klárlega sterkari líkamlega en áður. Ég á auðveldara með að “skella” mér á æfingu og gefa sjálfri mér tíma.’’

,,Mjög jákvætt að fá nokkrar útfærslur af æfingum og auðvelt að “skala” upp eða niður eftir dagsformi.’’

,,Elska hvað maður er að fá mikið út úr þessum 30 mín æfingum. Orkan líka góð á eftir.”

Æfingarnar og áherslurnar

Æfing 1 – 30-35 mín: Efri líkami & Core
Æfing 2 – 30-35 mín: Neðri líkami & Core
Æfing 3 – 30 mín: Full Body Tabata

Allar æfingarnar færð þú bæði á skriflegu formi og á myndbandsformi í fullri lengd á lokuðu netsvæði (í tölvu eða appi). Á öllum æfingum leiðir Indíana þig í gegnum upphitun, æfingu og stuttar teygjur. 30 mínútur í heildina.

Eigin líkamsþyngd + 2-3 ketilbjöllur (eða handlóð) henta fullkomlega í þessari þjálfun.

Eina sem þú þarft að gera er að klæða þig í æfingaföt, búa þér til gólfpláss heima eða í þinni æfingastöð, finna til bjöllur og dýnu og ýta svo á PLAY og fylgja Indíönu eftir. Með þessu fyrirkomulagi fjarlægir þú strax mörg tímafrek flækjustig og auðveldar þér æfingarútínuna!

SJÁÐU eina eldri æfingu til að fá fílinginn fyrir þjálfuninni og fyrirkomulaginu!

12 vikna æfingaprógramm með 16 vikna aðgangi: Fjárfestu í þér og líkamlegum styrk!

Skráning lokar mánudaginn 4. nóvember kl. 14:00

1) Áskrift eða 19.995 á mánuði í þrjá mánuði (þrjár greiðslur). Hægt að segja upp eftir 4 eða 8 vikur.
2) Eingreiðsla fyrir allt 12 vikna prógrammið 54.990. Engin uppsögn.

BÓNUS: Þessari þjálfun fylgir aðgangur að Facebook hópnum Matur með Indíönu: Raunhæf og ánægjuleg nálgun en þar hefur Indíana deilt fróðleik og uppskriftum úr eldhúsinu sínu síðan í júlí 2021. Þú getur bætt þér við hópinn strax við skráningu.