Samheldinn hópur og hvetjandi umhverfi.
Hópþjálfun fyrir karla í æfingastöð GoMove
Fjölbreyttir 40-45 mínútna tímar þar sem hefðbundnum æfingum (til dæmis deadlift, hnébeygja og planki) er blandað saman við óhefðbundnar æfingar (til dæmis animal flow og ketilbjölluflæði) til að byggja upp alhliða styrk, bæta liðleika og auka úthald.
Í þessari þjálfun færð þú persónulega nálgun og hvetjandi leiðsögn frá þjálfurunum okkar. Þeir sýna þér hvernig þú getur fengið meira úr öllum æfingunum þínum og þar með öðlast aukið sjálfstraust í styrktarþjálfun.
Þjálfarar: Finnur Orri (yfirþjálfari), Indíana, Erla Rut, Ingibjörg, Kristín og Hulda.



