Netþjálfun GoMove: Online æfingastúdíó.
Komdu þér í form heima með 2-3 ketilbjöllur og faglega leiðsögn frá reyndum þjálfurum.
Netþjálfunin okkar er fyrir einstaklinga sem vilja markvissar ketilbjölluæfingar sem skila árangri án þess að æfingarútínan sé of tímafrek og án þess að fórna gæðum.
“Þetta fyrirkomulag hentar mér gífurlega vel. Þarf mikið að hreyfa mig en gef mér ekki tíma í að skipuleggja æfingar sjálf. Elska að vakna á morgnanna og fara í íþróttagallann vitandi að ég er að fara að taka vel á því með úthugsuðum æfingum”
“Í fyrsta skipti í langan tíma sem ég finn að ég get gefið mér tímann.”
“Þessar æfingar henta mér mjög vel þar sem þær eru ekki of langar. Og ef ég er í extra stuði geri ég bara meira þann daginn.”
“Hjálpar mikið að það sé einhver að "æfa með manni" þó maður sé einn á sínu svæði.”
“elska þessa stuttu snöggu spretti og æfingarnar mjög góðar. Kemur líka á óvart hvað þetta er í raun líflegt/eðlilegt að vera bara með æfinguna í símanum.”
Æfðu heima án þess að fórna gæðum.
Komdu þér í form með 2-3 ketilbjöllur og þjálfara sem leiðir þig í gegnum æfinguna þína á myndbandsformi.
Með því að láta okkur að plana æfingarnar fyrir þig einfaldar þú ákvörðunartöku og sparar þér dýrmætan tíma sem þú getur nýtt í aðra mikilvæga hluti. Eina sem þú þarft að gera er að klæða þig í æfingaföt, ýta á play og fylgja okkur eftir.
Mánaðarleg áskrift í Netþjálfun veitir þér ótarkmarkaðan aðgang að prógrömmum, aukaæfingum, mobility æfingum og tæknimyndböndum frá þjálfurum okkar.
Smelltu HÉR fyrir eina fría æfingu í Netþjálfun til að fá fílinginn fyrir fyrirkomulaginu og þjálfuninni okkar.
Innifalið í áskrift að Netþjálfun GoMove …
-

Æfingaprógrömm
Veldu 2-12 vikna prógramm sem þú vilt fylgja. Miðað við 3-4 æfingar á viku og þú getur bætt við aukaæfingum eins þér hentar best.
-
Aukaæfingar
Handahófskenndari æfingar til að bæta við æfingavikuna þína eins og þér hentar best. 10-40 mín æfingar.
-
Tæknimyndbönd
Stutt myndbönd þar sem við brjótum niður æfingar eins og Deadlift, Ketilbjöllusveiflu eða Snatch svo að þú getir náð betri tökum á grunntækninni.
-
Mobility æfingar
Stuttar æfingar til að mýkja kroppinn á hvíldardögum eða bara þegar þú vilt stutta og ljúfa hreyfingu.
Mánaðarleg áskrift án bindingar
16.900 á mánuði
engin binding á áskriftinni
aðgangur að öllum netprógrömmum
ketilbjöllu-tæknimyndbönd
stuttar mobility æfingar
aðeins 10 daga uppsagnarfrestur
“Þó það sé brjálað að gera þá gleymi ég ekki hreyfingunni. Mér finnst þetta í raun styrkja mann andlega, smá sigur að geta haldið sér við efnið í hreyfingu ásamt öllu öðru.”
“Ákvörðunin um að taka æfingu er orðin léttari.”
“Ég er mjög ánægð með þjálfunina. Þetta er fullkomið fyrir mig því ég er í þungu námi og að geta skutlast í 30-40 mínútur í ræktina en samt fengið almennilega æfingu út úr því hefur verið game changer.”
“Ég er sterkari! Ég hef lært margar nýjar æfingar. Ég hef aldrei mætt jafn oft í tíma í viku eins og núna.”
“Mjög góð upplifun, ég hlakka til að taka æfingar. Er líka búin að læra helling, t.d. betri tækni við margar æfingar.”
“Þetta viðhorf með að mæta á dýnuna og gera það sem maður getur eftir dagsformi finnst mér gott hugarfar. Það er ekki alltaf allt eða ekkert.”
“ .. komin með meira sjálfstraust til að æfa sjálf heima (betri tækni og kann fleiri æfingar.”
“Mjög góð upplifun. Upplifi mjög jákvætt pepp og heilbrigða nálgun á hreyfingu og heilsu. Gaman að læra nýjar æfingar og ná tökum á nýrri tækni.”
Langflestar æfingarnar okkar í Netþjálfun eru um 30-40 mín langar og leiddar af þjálfara.
Æfingarnar getur þú bæði séð í appi eða tölvu. Þú sérð æfinguna bæði skriflega og líka á myndbandsformi í fullri lengd svo þér líður eins og þjálfarinn sé hjá þér að leiðbeina þér.
Allar æfingarnar okkar byrja á upphitun sem samanstendur af liðkun og virkni til að undirbúa líkamann fyrir æfinguna framundan.
Eftir það tekur oftast við góður styrkur og við endum svo á stuttum teygjum.
Á öllum æfingum hvetjum við þig til að æfa í takt við bæði getustig og dagsform svo það er auðvelt að aðlaga æfingarnar að sér hverju sinni.
Svona eru online tímarnir okkar
“Finn styrkinn koma aftur hægt og rólega og elska það. Líður betur í líkamanum.”
“Finnst ég vera orðin líflegri, meiri úthald í að sinna börnum og heimili. Mataræðið hefur líka ósjálfrátt breyst til hins betra.”
“Frá því ég byrjaði fyrst er ég klárlega orðin mun sterkari. Finn talsverðan mun í æfingum eins og axlapressum og æfingum sem reyna á þol.”
“Bíð alltaf spennt eftir næstu æfingu og er sterkari.”
“Ég finn mikinn mun á styrk og þoli. Einnig finn ég mun á andlegri líðan, sérstaklega þá daga sem ég tek æfingu.”
“Ég er sterkari! Ég hef lært margar nýjar æfingar. Ég hef aldrei mætt jafn oft í tíma í viku eins og núna.”
“Hef náð miklum styrk og þoli. Einnig nokkur kg farin.”
“Hef náð að styrkjast og hef verið að taka meiri þyngdir. Get gert planka á tánum og töluvert fleiri armbeygjur en áður án þess að vera alveg búin á því strax.”
“ Viðhorfið til hreyfingar og æfinga orðið mjög mjög jákvætt.”