Mömmuþjálfun GoMove á Kársnesi.
Viðhaltu styrk eða byggðu þig skynsamlega upp eftir meðgöngu í hlýlegu umhverfi.
FULLT í alla hópa í október. Skráðu þig núna á biðlista fyrir nóvember tímabil sem hefst 3. og 4. nóvember
Fyrst og fremst viljum við að þér og barninu þínu líði vel í hlýlegu og hvetjandi umhverfi. Börnin eru hjartanlega velkomin með á æfingar og er hægt að hafa vagna úti á svölum við stöðina.
Engin meðganga eða fæðing eða er eins og það er mikilvægt að aðlaga æfingarnar að hverri og einni. Sumar eru til í meiri ákefð á meðan aðrar vilja rólegri og mýkri nálgun, enda er dagsformið svo upp og niður á þessum tíma.
Við leggjum áherslu á að viðhalda eða byggja upp alhliða grunnstyrk, auka hreyfigetu og þol með vel samsettum full-body og úthalds æfingum.
Við vinnum með öndun, góða virkni og vandaða líkamsbeitingu. Með aðstoð þjálfara okkar finnum við hvaða útfærslur henta þér og þínum líkama best hverju sinni. Við hvetjum þig til að æfa bæði í takt við getustig og dagsform.
Okkar nálgun í Mömmuþjálfun.
Tímasetningar og það sem er innifalið.
Fjórir hópar eru í boði:
09:30 mánudaga + miðvikudaga
10:30 mánudaga + miðvikudaga
11:30 mánudaga + miðvikudaga
13:10 þriðjudaga + fimmtudaga
Við skráningu velur þú þér þinn hóp og þá tímasetningu sem hentar þér best, en ef þú kemst ekki á þeim tíma einhverja daga er í boði að mæta á öðrum tímum í samráði við þjálfara.
+ Barnlausir Tabata tímar á laugardögum.
+ Open Gym aðgangur alla daga. Í boði að taka börnin með sér í Open Gym á föstudögum og sunnudögum frá 9-13 og þriðjudögum og fimmtudögum frá 2-4 ávallt á ábyrgð iðkanda.
+ Aðgangur að Online æfingabanka GoMove fylgir líka með áskrift svo þú getur æft heima eða tekið Online æfingar í Open Gym ef þú missir úr tíma eða vilt æfa oftar.
+ Aukaæfing send út 1x í viku til að taka í Open Gym, vinsælt er hjá mömmunum að mæta á föstudögum fyrir hádegi í Open Gym og taka hana.
“Persónuleg nálgun og notalegt andrúmsloft, fannst sérstaklega þægilegt að mæta með strákinn og aldrei neitt stress í kringum það sem var rosalega dýrmætt.”
“Gæti ekki mælt meira með mömmutímunum. Hlakkaði til að mæta á hverja einustu æfingu! Bæði skemmtilegar og krefjandi og auðvelt að skala í takt við dagsformið. Fann strax mikinn mun á styrk og úthaldi eftir fyrstu vikurnar.”
“Þjálfararnir æði og útskýra mjög vel og eru til staðar ef maður þarf hjálp. Tala líka fallega til manns og minna á að hlusta á líkamann og hvetja mann á sama.”
“ELSKA æfingarnar og nálgunina í æfingum. Virkilega góðar alhliða styrktaræfingar og fíla hvernig áherslan er frekar á gæði en hraða.”