Yin Yoga & Yoga Nidra með Írisi Dögg

Streitulosun / Liðkun / Djúpslökun / Endurheimt

Næsta 6 vikna námskeið hefst þriðjudaginn 11. nóvember
75 mín kvöldtímar 1x í viku

skrá mig á næsta námskeið

6 vikna Yin Yoga og Yoga Nidra námskeið hefst í æfingastöð GoMove 19. ágúst. undir leiðsögn Írisar Daggar:

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja draga úr streitu, sinna endurheimt (recovery) og hlaða batteríin. Á námskeiðinu er skapað rými fyrir djúpa slökun einu sinni í viku, 75 mínútur í senn að kvöldi til.

Hver tími byrjar á hugleiðslu og öndun. Yin Yoga er notað til að róa hugann, losa um spennu og komast í slökunarástand. Í lok hvers tíma er svo gefið eftir með aðstoð Yoga Nidra.

Í Yin Yoga er sefkerfi líkamans virkjað með djúpri öndun og mjúkum yogastöðum. Stöðurnar eru sitjandi, krjúpandi og liggjandi. Unnið er með bandvef og liðamót og losað um uppsafnaða spennu. Góður tími er gefinn í hverri stöðu og er gefið eftir með hjálp djúprar öndunar.

Yoga Nidra er aldagömul aðferð til að gefa líkama og huga frið til heilunar. Yoga Nidra er liggjandi, leidd hugleiðsla sem stundum er kallað ‘’yogic sleep’’. Þar gefst tækifæri til að kyrra hugann og losa um streitu. Sumir segja að 30 mín af Yoga Nidra jafnist á við 2-3 klst. svefn.

“Ég er búin að vera hjá Írisi í jógatímum og guð minn góður hvað ég mæli með þeim, þetta er svo notalegt fyrir líkama og sál.”

“Róaði mig niður en var líka smá krefjandi. Þetta eru tímar sem ég þarf klárlega á að halda í mitt líf núna..“

“Ég hef ekki sofið svona vel lengi og tengi það við kvöld jógað.“

„Íris hefur einstaka nærveru og jógatímarnir voru fjölbreyttir og allir frábærir.“

“Umgjörðin og andrúmsloftið var mjög afslappað og þægilegt. Ég svaf eins og steinn í nótt.“